133. löggjafarþing — 33. fundur,  22. nóv. 2006.

hjólreiðabrautir.

379. mál
[14:08]
Hlusta

Jón Gunnarsson (Sf):

Herra forseti. Hér kemur fram algerlega tímabær fyrirspurn frá hv. þm. Kolbrúnu Baldursdóttur, um hjólreiðabrautir sem fullgildan samgöngukost. Við þekkjum það, a.m.k. í þéttbýli, að oft og tíðum er verið að reyna að troða hjólreiðastígum eða hjólreiðabrautum eftir á inn í samgönguleiðir með mismunandi árangri og þetta vill oft verða afgangsstærð en sem betur fer er nú farið að huga að því í skipulagi sveitarfélaga að taka hjólreiðaleiðir eða hjólreiðastíga inn í skipulag og gera ráð fyrir þeim alveg frá upphafi og það hlýtur að verða til mikilla bóta.

Hvað varðar aftur á móti hjólreiðaleiðir utan þéttbýlis þá vantar svolítið á að tekið sé betur á í því máli og bendi ég á hjólreiðastíg meðfram tvöfaldri Reykjanesbraut. Það virðist ekki hafa verið gert ráð fyrir honum í hönnun og ég veit ekki til þess að búið sé að hanna hann enn þá.