133. löggjafarþing — 33. fundur,  22. nóv. 2006.

rannsóknir á ýsustofni.

252. mál
[18:35]
Hlusta

Sigurjón Þórðarson (Fl):

Frú forseti. Ég er með athugasemd. Ég heyrði á mæli hæstv. ráðherra að óvissa væri með mælingar og stofnmælingar og allt það. Er þá ekki undarlegt að vera síðan að úthluta veiðiheimildum upp á kíló í framhaldinu þegar svona mikil óvissa er og einnig að menn séu þá að færa jafnvel aflaheimildir landshorna á milli? Það er alveg ótrúlegt.

Ef menn eru í vandræðum með að meta vöxt dýrategunda og hvort nægilegt æti sé er besta ráðið að vigta einstaklingana. Í skýrslu Hafró kemur fram að einstaklingsvöxtur er mjög hægur og það ber með sér að fiskarnir hafa ekki æti. Mér finnst það ekki vera ný sannindi og ætti ekki að taka langan tíma að finna út.