133. löggjafarþing — 34. fundur,  23. nóv. 2006.

fjárlög 2007.

1. mál
[14:29]
Hlusta

Guðjón A. Kristjánsson (Fl) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er sjálfsagt að taka fyrir þá áskorun hv. þm. og formanns fjárlaganefndar, Birkis Jóns Jónssonar, að upplýsa þjóðina um hvað stjórnarandstaðan hefur lagt til á undanförnum árum í breytingartillögum.

Ég held að við getum falið framkvæmdastjórum flokkanna okkar að tína það saman og setja það upp í skilmerkilegt plagg. Við getum sent það út fyrir kosningar þannig að það liggi þá algerlega ljóst fyrir hvaða tillögur hafi verið fluttar og hvað hefur verið fellt, svo þjóðin viti það. Það er alveg sjálfsagt.