133. löggjafarþing — 34. fundur,  23. nóv. 2006.

fjárlög 2007.

1. mál
[20:27]
Hlusta

Bjarni Benediktsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tók það fram í ræðu minni í dag að ég tel að almannatryggingakerfið sé vont og það þurfi að laga. Það er of flókið, það er ekki gegnsætt, fólk skilur ekki hvaða rétt það á. Og jafnvel góðir menn eins og þeir sem sitja í fjárlaganefnd eiga bágt með að átta sig á hvaða hreyfingar einstaka breytingartillögur gera á réttindum fólks. Það er bara stórkostlegt vandamál að finna út úr þessu, það kostar vinnu sérfræðinga. (ÖS: Við bjóðum fram Ástu R.) Formaður fjárlaganefndar hefur lýst yfir áhuga á því að taka kerfið til endurskoðunar. Fjármálaráðherra tók það fram í viðtali í dag að hann teldi að sú skerðing sem verður á bótaréttindum vegna séreignarsparnaðarins þyrfti að skoðast. Ég get tekið undir það. Ég tel að það séu of mörg dæmi þess að óréttlátar skerðingar séu í kerfinu. En tekjuskerðingarhugmyndin sem slík er ekki slæm vegna þess að við eigum að tryggja að fjármunirnir renni til þeirra sem engar tekjur hafa eða mjög (Forseti hringir.) takmarkaðar.