133. löggjafarþing — 35. fundur,  24. nóv. 2006.

fjárlög 2007.

1. mál
[11:05]
Hlusta

Björgvin G. Sigurðsson (Sf):

Virðulegi forseti. Með þessari sameiginlegu tillögu stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi eru stigin risavaxin skref í átt til réttlætis. Samþykkt hennar mundi losa mikinn fjölda eldri borgara og lífeyrisþega úr fátæktargildru. Um er að ræða eitt brýnasta sanngirnismál íslensks samfélags og því er átakanlegt að heyra það að orðaglamrið úr prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á dögunum hafði ekkert inntak. Stóru orðin um að setja málefni eldri borgara og öryrkja í forgang í íslensku samfélagi standast ekki.

Það er miður, virðulegi forseti, að ekki eigi að standa við stóru orðin þegar kemur að brýnu sanngirnis- og réttlætismáli í íslensku samfélagi. Að sjálfsögðu, virðulegi forseti, segi ég já.