133. löggjafarþing — 35. fundur,  24. nóv. 2006.

fjárlög 2007.

1. mál
[11:07]
Hlusta

Guðjón A. Kristjánsson (Fl):

Hæstv. forseti. Hér er tekin afstaða til þess hvort fólkið sem fær greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins getur fengið að starfa í hálfu starfi í þjóðfélaginu án þess að greiðslur þeirra skerðist. Ríkisstjórnarflokkarnir taka þá afstöðu að meina því fólki að taka þátt á vinnumarkaði án þess að fá skerðingar á greiðslur sínar, sem núna eru 45% og eiga að vera 38,35%. En við höfum lagt til að þær fari niður í 35%.

Stjórnarliðum finnst að bótaþegar geti ekki unnið hálft starf án þess að fá skerðingar. Það er ömurlegt að vera vitni að því hvaða augum stjórnarþingmenn sjá líf eldri borgara og öryrkja í þessu landi. Ég segi já.