133. löggjafarþing — 35. fundur,  24. nóv. 2006.

fjárlög 2007.

1. mál
[11:10]
Hlusta

Ellert B. Schram (Sf):

Frú forseti. Þetta mál snýst í raun um það eitt hvaða afstöðu við höfum til hags og kjara eldri borgara. Að því er varðar þetta frítekjumark sem hér er til ákvörðunar þá er öllum væntanlega ljóst að ástandið er einfaldlega á þann hátt að kerfið sem við búum við er fátæktargildra. Það er vítahringur að því leyti að ellilífeyrisþegum er beinlínis hegnt fyrir að afla sér tekna.

Hér er gerð tilraun til að gera bragarbót á þessu kerfi þannig að ellilífeyrisþegar geti aflað sér 75 þús. kr. á mánuði án skerðingar. Lægra getur það varla verið.

Ríkisstjórnin skilar fjárlögum með 9 milljarða afgangi en á sama tíma leyfir hún sér að bjóða ellilífeyrisþegum upp á 25 þús. kr. í tekjur án skerðingar. (Forseti hringir.) Það segir alla söguna. Ég segi já, frú forseti.