133. löggjafarþing — 35. fundur,  24. nóv. 2006.

fjárlög 2007.

1. mál
[11:16]
Hlusta

Jón Gunnarsson (Sf):

Frú forseti. Hér er að ljúka atkvæðagreiðslu um tillögu stjórnarandstöðuflokkanna um það að heimila eldri borgurum að vinna fyrir 75 þús. kr. á mánuði án þess að verða fyrir skerðingum á lífeyri sem greiddur er af ríkinu.

Það er alveg ljóst af þeirri atkvæðagreiðslu sem hér er að fara fram að stjórnarliðar á þingi ætla að fella þessa tillögu. Það er ekki mikil reisn yfir þeirri afgreiðslu. Það tókst að fá ríkisstjórnarflokkana til þess að breyta hugmyndum sínum um frítekjumark til handa eldri borgurum núna á seinustu dögum þingsins. Rausnin var sú að ríkisstjórnin ætlaði að heimila eldri borgurum að vinna fyrir 17 þús. kr. á mánuði án þess að til kæmu skerðingar á árinu 2009, 25 þús. kr. á árinu 2010. Þetta tekur gildi nú um næstu áramót vegna baráttu eldri borgara og stjórnarandstöðunnar, en ég verð að segja að ég hef skömm á þeirri afstöðu sem stjórnarliðar sýna eldri borgurum hér á þingi. Ég segi já.