133. löggjafarþing — 35. fundur,  24. nóv. 2006.

fjárlög 2007.

1. mál
[11:24]
Hlusta

Guðjón A. Kristjánsson (Fl):

Hæstv. forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um það hvort öryrkjum yrði heimilt að hafa 75 þús. kr. á mánuði án þess að verða fyrir skerðingu. Það verður að segjast alveg eins og er, hæstv. forseti, að það stefnir sennilega í það sama með þessa tillögu eins og hina fyrri varðandi eldri borgara og ég endurtek einfaldlega að mér finnst afstaða ríkisstjórnarinnar í þessum málum, ríkisstjórnar stjórnarþingmannanna, vægast sagt ömurleg.

Það er verið að reyna að opna fyrir það að fólk geti komist betur af í þessu landi, það sem minnst hefur, og þá leggjast menn gegn því alveg sérstaklega. Ég segi já.