133. löggjafarþing — 35. fundur,  24. nóv. 2006.

fjárlög 2007.

1. mál
[11:25]
Hlusta

Jón Bjarnason (Vg):

Frú forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um þá tillögu þingmanna Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, Samfylkingarinnar og Frjálslynda flokksins að frítekjumark m.a. öryrkja verði 75 þús. kr. á mánuði vegna atvinnutekna. Í umræðunni um lífeyrisgreiðslur eru öryrkjar gjarnan settir til hliðar.

Þessar tillögur sem við flytjum hér um lágmarksbætur til elli- og örorkulífeyrisþega eru forgangsmál. Þótt ég harmi það að meiri hluti Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins skuli velja það að fella þessa lágmarksgreiðslu sem við leggjum til lofum við okkur því að náum við að skipta um ríkisstjórn í vor sem við stefnum að (Forseti hringir.) verður þetta forgangsmál í nýrri ríkisstjórn með þátttöku Vinstri grænna. Ég segi já.