133. löggjafarþing — 35. fundur,  24. nóv. 2006.

fjárlög 2007.

1. mál
[11:30]
Hlusta

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Þær þrjár tillögur sem hv. stjórnarandstæðingar hafa flutt mundu fara með afganginn af ríkissjóði, keyra upp þenslu og eru hættulegar að því leyti. Auk þess kosta þær um 48 þús. kr. á hvern einasta vinnandi mann í landinu eða 97 þús. kr. á hjón. Þetta er lýðskrum og yfirboð. Ég segi nei.