133. löggjafarþing — 35. fundur,  24. nóv. 2006.

fjárlög 2007.

1. mál
[11:32]
Hlusta

Guðjón A. Kristjánsson (Fl):

Hæstv. forseti. Hér er verið að taka afstöðu til þess hvort auka eigi greiðslur til eldri borgara og öryrkja um 6 þús. kr. á mánuði með því að hækka tekjutrygginguna. Hér taka menn afstöðu til þess hvort hækka eigi vasapeninga hjá fólki sem dvelur á stofnunum úr 22 þús. kr. og upp í 34 þús. kr., eins og við höfum lagt til. Hér er einnig tekin afstaða til tekjutryggingar maka.

Hæstv. forseti. Ég furða mig enn og aftur á afstöðu ríkisstjórnarflokkanna í þessum málum. Ég held að þeir hafi ekki mikla framtíðarsýn fyrir eldri borgara og öryrkja í þessu landi, því miður. Ég segi já.