133. löggjafarþing — 35. fundur,  24. nóv. 2006.

fjárlög 2007.

1. mál
[11:35]
Hlusta

Sæunn Stefánsdóttir (F):

Forseti. Hér greiðum við atkvæði um 1.000 millj. kr. framlag til að styrkja rekstrargrunn Landspítala – háskólasjúkrahúss sem er eins og við vitum flaggskip heilbrigðisþjónustu okkar og mikilvægt að það geti áfram þróað þjónustu sína við sjúklinga.

Frá sameiningu sjúkrahúsanna tveggja í Reykjavík hefur náðst mikil hagræðing en nú er svo komið að það þarf að styrkja rekstrargrunninn. Ég furða mig á afstöðu- og afskiptaleysi stjórnarandstöðunnar gagnvart Landspítala – háskólasjúkrahúsi sem og heilbrigðismálunum almennt, þar sem menn sitja hjá í öllum tillögum stjórnarmeirihlutans um að styrkja heilsugæsluna. (Gripið fram í.) Ég segi því já við 1.000 millj. kr. til Landspítala – háskólasjúkrahúss.