133. löggjafarþing — 35. fundur,  24. nóv. 2006.

fjármálafyrirtæki.

386. mál
[15:07]
Hlusta

viðskiptaráðherra (Jón Sigurðsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég held að það sé litið almennt svo á að það sé nauðsynlegt að a.m.k. undirstöðureglur og -rammar séu lagðir í lögum til þess að um fullnægjandi löggildingu sé að ræða í aðildarlöndunum, það sé hins vegar kannski matsatriði hversu langt er gengið í því. Hér er reynt að fara hóflega leið í þessu máli.