133. löggjafarþing — 38. fundur,  30. nóv. 2006.

afbrigði um dagskrármál.

[11:07]
Hlusta

Pétur H. Blöndal (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ég vona að hv. stjórnarandstæðingar átti sig á því að þetta frumvarp sem við erum að veita hér afbrigði í dag kemur inn í fjárlögin, ég ætla að vona að menn átti sig á því. Ég vona að þeir vilji ekki hafa fjármunina í fjáraukalögum, það þykir ekki góð lenska. Þess vegna er mikilvægt að þetta frumvarp verði samþykkt fyrir áramót og ég sé ekki að það sé neinn grundvallarágreiningur um málið sjálft. Ég hvet menn til að styðja þessi afbrigði og vinna hratt og vel í nefndum. Ég mun leggja mitt af mörkum til þess að þetta nái fram. Þetta er gott mál, þetta er skattalækkun og ég held að allir gleðjist yfir því, jafnt stjórnarandstæðingar sem stjórnarliðar.