133. löggjafarþing — 38. fundur,  30. nóv. 2006.

fjáraukalög 2006.

47. mál
[15:22]
Hlusta

Einar Oddur Kristjánsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það voru 20 manns eða rúmlega það á þessum fundi hjá fjárlaganefnd Alþingis og voru vitni að nefndum ummælum. Þau hafa verið ítrekuð alls staðar og mjög oft og mjög víða. Ég fer rétt með þetta. Menn geta staðfest það. Sá sem sagði frá ætla ég að sé varaformaður samtakanna. Ég ætla að eldri borgarinn heiti Helgi. Ég man nú ekki hvers son hann er.

Hann sagði frá þessu að þeir hefðu verið kúgaðir af Ásmundi Stefánssyni, formanni nefndarinnar, til að skrifa undir þetta. Menn geta svo haft hvaða skoðun sem er á því.

Ég fullyrði það séu rangindi og að farið sé rangt með að segja að lífeyrir og örorkubætur hafi hækkað helmingi minna að annarra launþega í landinu. Þetta er bara hrein vitleysa. Þetta er bara uppspuni. Þetta er algjörlega rangt. Þær hafa fylgt almennri þróun launa. Það er hægt að sýna fram á það. Það er enginn vörn í því að koma hérna upp (Forseti hringir.) og segja slíka fjarstæðu.