133. löggjafarþing — 38. fundur,  30. nóv. 2006.

fjáraukalög 2006.

47. mál
[18:07]
Hlusta

Jón Bjarnason (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Það liggur fyrir að það þarf að lengja þarna viðlegukant og reka niður stálþil upp á 17–20 metra. Kostnaður við þetta er áætlaður einhvers staðar á milli 20–23 millj. kr. Þetta er samdóma álit þeirra sem ég hef rætt þetta mál við nú að þurfi að gera. Ef þetta eru þær aðgerðir sem hæstv. ráðherra segir að þurfi að ráðast í þá fagna ég því.

Fjáraukalögum á einmitt að beita til að taka upp svona skyndilega fjárþörf, skyndilegar aðgerðir til að halda uppi samgöngum við heilan landshluta eins og þarna er um að ræða. Það kemur í ljós að ferjuhöfnin á Brjánslæk uppfyllir ekki þær nauðsynlegu kröfur sem þarf að gera til að ferjan geti gengið eðlilega yfir. Þá er bara að bregðast við því. Ég vona að skilja megi orð hæstv. ráðherra þannig að það eigi að ganga í að setja þetta stálþil eins og talið er að þurfi og að ráðist verði í þær framkvæmdir eins hratt og nokkur kostur er, varðandi undirbúning. Undirbúninginn strax og framkvæmdir í beinu framhaldi. Mér skilst að það sé hægt að vinna þessar framkvæmdir mjög auðveldlega að vetrinum.

Ég legg áherslu á að þegar upp kemur slík staða að heill landshluti býr við svona mikið samgönguóöryggi og það liggur fyrir hvað þurfi að gera þá eigi að gera það.