133. löggjafarþing — 39. fundur,  4. des. 2006.

vörugjald, virðisaukaskattur og gjald af áfengi og tóbaki.

416. mál
[16:22]
Hlusta

fjármálaráðherra (Árni M. Mathiesen) (S) (andsvar):

Það er auðvitað ákveðnum erfiðleikum háð að reikna nákvæmlega út hvernig þetta mun gerast. Það hafa verið gerðir um þetta útreikningar sem verða kynntir í nefndinni, óski hún þess. Ég fór með tölur hérna áðan, mig minnir að talið hafi verið að þetta mundi lækka um 12–13%. Það held ég að sé ansi góð niðurstaða.

Það er þannig að talan sem álagningarprósentan lýsir kemur ekki alveg nákvæmlega út vegna þess að hlutfallið í heildarverðinu er lægra en prósentunni nemur. Það gæti út af fyrir sig skýrt þann mun sem þarna kom fram. En annars þakka ég hv. þingmanni fyrir góðar undirtektir við tillögu minni um að fresta umfjöllun um þátt áfengis og áfengisgjald.