133. löggjafarþing — 39. fundur,  4. des. 2006.

vörugjald, virðisaukaskattur og gjald af áfengi og tóbaki.

416. mál
[17:17]
Hlusta

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég kom með þetta dæmi einmitt vegna þess að aðstæður hafa breyst. Eins og hv. þingmaður sagði í ræðu sinni eyðir fjölskyldan hlutfallslega minna af tekjum sínum í matarinnkaup og ég hugsa að það leiði til þess að þeir sem hafa meiri tekjurnar hafi þá meira til ráðstöfunar í matarkaup og eyði meira og ég hugsa að mismunur á matarkörfunni hafi breyst mjög mikið á milli fjölskyldna.

Auðvitað þekkir maður dæmi um fólk sem hefur mjög lítið og þarf að snúa hverri krónu en það kemst líka af með miklu minna en aðrir sem ekki þurfa að snúa krónunni og jafnvel bruðla í matarinnkaupum.