133. löggjafarþing — 40. fundur,  5. des. 2006.

ummæli formanns Samfylkingarinnar á fundi í Keflavík – förgun fugla í Húsdýragarðinum.

[10:45]
Hlusta

Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf):

Frú forseti. Þetta er nú aldeilis skemmtileg umræða. (Gripið fram í.) [Hlátrasköll í þingsal.] Hingað komu í ræðustól hv. þingmenn, Guðjón Ólafur Jónsson fór þar fremstur meðal jafningja. Svo komu þeir hv. þingmenn Sjálfstæðisflokksins Sigurður Kári Kristjánsson og Guðlaugur Þór Þórðarson (Gripið fram í.) sem reyndar, frú forseti, hafa nú lítið sést hér í salnum síðustu vikurnar. (Gripið fram í.) Þeir hafa líklega verið að ná sér og borga reikningana eftir prófkjörin. Hvað veit ég. (Gripið fram í: Nú!) Hvað veit ég. En nú fundu þeir erindi sitt á hv. Alþingi. (Gripið fram í: Já.) Þetta er erindi Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Þetta er erindi ungu karlanna (Gripið fram í: Var þetta ekki rétt ...) í Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum við kjósendur á Íslandi. (Gripið fram í: Við héldum ekki ræðuna.) Þeir hafa (Gripið fram í: Við vorum ...) miklar áhyggjur af Samfylkingunni, miklar áhyggjur. (Gripið fram í.) Ég frábið mér þessa umhyggju, frú forseti. Ég frábið mér umhyggju (Gripið fram í.) þessara góðu karla í Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki (Gripið fram í: Margur hefur ... séð eftir því.) sem eiga það eitt erindi í stjórnmálum að finna sér eitthvað skemmtilegt til að tala um þegar þeir fá sér espressó á morgnana. En þeir hafa ekkert fram að færa um pólitík, um hugsjónir eða neitt það sem máli skiptir fyrir fólkið í þessu landi því þeir eru í öðrum leik. Þeir eru líklega í prófkjörsleiknum. (Gripið fram í.) Þeir eru í kjaftakarlaleiknum. Þeir eru í leiknum sem þeim finnst svo skemmtilegt að leika hér í salnum alla daga. En þeir (Gripið fram í.) hafa ekkert fram að færa (Gripið fram í: Ertu ekki að ...) við kjósendur þessa lands. Þeir hafa ekkert fram að færa (Gripið fram í.) við fólkið í landinu annað en sjálfumgleði sína og andvaraleysi, sjálfumgleðina sem (Gripið fram í.) endurspeglast í því að trítla upp á þriðjudagsmorgni nokkrum dögum fyrir þinghlé og tala um ræðu formanns Samfylkingarinnar vegna (Forseti hringir.) þess að Guðjón Ólafur Jónsson hefur (Gripið fram í.) svo miklar áhyggjur.