133. löggjafarþing — 41. fundur,  6. des. 2006.

fjárlög 2007.

1. mál
[10:54]
Hlusta

Guðjón Ólafur Jónsson (F):

Hæstv. forseti. Árið 2003 gerði ríkisstjórnin samkomulag við samtök aldraðra í tengslum við framlög úr lífeyristryggingum og ýmis önnur mál. Staðið var að fullu við það samkomulag af hálfu ríkisstjórnarinnar.

Árið 2006 gerði ríkisstjórnin aftur samkomulag við samtök aldraðra. Þessi fjárlög bera vott um að staðið verði að fullu við það á næsta ári. Ég vek athygli á því að til ársins 2010 eru settir 26,7 milljarða kr. aukalega til málefna aldraðra.

Ég tek ekki þátt í yfirboðum og lýðskrumi Samfylkingarinnar og annarra stjórnarandstöðuflokka, sérstaklega ekki þegar formaður Samfylkingarinnar hefur lýst því yfir að kjósendur treysti ekki þingmönnum Samfylkingarinnar fyrir stjórn landsins og þar á meðal fjárlögum ríkisins. Ég segi nei.