133. löggjafarþing — 41. fundur,  6. des. 2006.

fjárlög 2007.

1. mál
[10:55]
Hlusta

Guðjón A. Kristjánsson (Fl):

Hæstv. forseti. Hér gefst ríkisstjórnarþingmönnum enn á ný tækifæri til að taka afstöðu til þess að hækka frítekjumark aldraðra og öryrkja, hvort fólk eigi að geta sinnt um það bil hálfu starfi án þess að það komi til skerðingar á tryggingabótum.

Ég stend frammi fyrir því eins og margir fleiri í stjórnarandstöðunni að verða fyrir vonbrigðum með afstöðu stjórnarliða. Ég marka það af orðum hv. þingmanns sem var í pontu á undan mér og þeirri atkvæðagreiðslu sem þegar hefur farið fram.

Það eru mikil vonbrigði fyrir þær stéttir sem sköpuðu Ísland eins og það er í dag, þá velferð sem við búum við, að því fólki skuli ekki búin þau kjör að það komist sómasamlega af í þjóðfélaginu. Tillaga okkar í stjórnarandstöðunni er (Forseti hringir.) liður í því máli. Ég segi já.