133. löggjafarþing — 41. fundur,  6. des. 2006.

fjárlög 2007.

1. mál
[11:00]
Hlusta

Jón Gunnarsson (Sf):

Frú forseti. Aldraðir voru þvingaðir til að skrifa undir yfirlýsingu við ríkið, þá yfirlýsingu sem hv. þm. Guðjón Ólafur Jónsson kallar samkomulag úr ræðustól. Fulltrúar aldraðra hafa margoft sagt opinberlega að þeim hafi verið stillt upp við vegg og þeim sagt að ef þeir skrifuðu ekki undir þessa yfirlýsingu fengju þeir ekki neitt. Þeim var hótað með því að ef þeir skrifuðu ekki undir þessa yfirlýsingu fengju þeir ekki einu sinni þær endurbætur sem talað væri um í hjúkrunarrýmum eða þjónustu við sjúka aldraða.

Svona hefur þessi ríkisstjórn komið fram við aldraða og það er ömurlegt að hlusta á fulltrúa Framsóknarflokksins, hv. þm. Guðjón Ólaf Jónsson, tala um að hér sé verið að efna samkomulag við aldraða. Ég segi já.