133. löggjafarþing — 44. fundur,  7. des. 2006.

ummæli þingmanns um samgönguráðherra og Vegagerðina.

[11:05]
Hlusta

Forseti (Sólveig Pétursdóttir):

Enn og aftur verður forseti að minna hv. þingmenn á það að ef þeir óska eftir að koma upp í ræðustól til að ræða um fundarstjórn forseta ber þeim að halda sig við það efni en ræða ekki vítt og breitt um samgöngumál og vegamál.

Forseti vill auk þess taka það skýrt fram, ef hv. þingmönnum er ekki kunnugt um það, að þegar menn fara upp um störf þingsins skv. 3. mgr. 50. gr. þingskapa gefast að hámarki 20 mínútur til að ræða þann lið. Það var fjöldi hv. þingmanna sem komst ekki að í þeirri umræðu hér áðan svo að það sé alveg skýrt í þingsalnum.