133. löggjafarþing — 45. fundur,  8. des. 2006.

stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga.

347. mál
[11:38]
Hlusta

Kristinn H. Gunnarsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hef velt þessari spurningu fyrir mér. Ég tók eftir þessu eins og hv. þm. Össur Skarphéðinsson. Mitt svar er að það fer enginn með það. Setjum svo að einn aðili keypti upp öll hlutabréfin, þá fer hann með eignarhald á þeim öllum, enginn annar á hlutabréf og enginn annar getur haft atkvæðisrétt, en lögin takmarka atkvæðisrétt þessa eina hluthafa við 15%. Mér sýnist þá að staðan sé sú að 85% hlutafjár væru án atkvæðis. Ég les það út úr þessu. Það má vel vera að höfundar frumvarpsins eða þeir sem hafa skoðað málið í þingnefnd hafi áttað sig betur á þessu.