133. löggjafarþing — 45. fundur,  8. des. 2006.

lögheimili og skipulags- og byggingarlög.

220. mál
[12:25]
Hlusta

Ögmundur Jónasson (Vg):

Hæstv. forseti. Ég tók þátt í starfi félagsmálanefndar þegar hún hafði þetta mál til umfjöllunar og hef sennilega ekki verið við afgreiðslu málsins, ég er áheyrnarfulltrúi í nefndinni. Ég vil að að komi fram að ég er samþykkur þessu áliti. Ég tek undir það sem kom fram hjá hv. formanni félagsmálanefndar að við leggjum mikið upp úr því að niðurstaða fáist í störf þeirrar nefndar sem á að fjalla um skráningu í atvinnuhúsnæði. Það eru skiptar skoðanir um hvernig standa eigi þar að málum en í stað þess að hrapa að niðurstöðu viljum við vanda til verkanna og lögðum þess vegna til að efnt yrði til samráðs um það efni. Við stefnum að því að taka þau mál til skoðunar og þá hugsanlega með breyttar reglur og lög í huga í byrjun næsta árs.