133. löggjafarþing — 45. fundur,  8. des. 2006.

fæðingar- og foreldraorlof.

428. mál
[14:21]
Hlusta

Ögmundur Jónasson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Fram til þessa hafa greiðslur í fæðingarorlofi og réttur til umönnunargreiðslna ekki farið saman, þ.e. foreldrar sem átt hafa rétt til að fá greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði í fæðingarorlofi hafa ekki á sama tíma átt rétt til umönnunargreiðslna. Með þessu frumvarpi er því breytt og með því er stigið mikilvægt framfaraskref sem ber að fagna.