133. löggjafarþing — 46. fundur,  8. des. 2006.

ættleiðingarstyrkir.

429. mál
[15:32]
Hlusta

Guðjón A. Kristjánsson (Fl):

Hæstv. forseti. Ég var búinn að biðja um orðið. Ég lýsi yfir stuðningi við þetta mál. Ég furða mig nokkuð á afstöðu hv. þm. Péturs Blöndals. Fólk þarf nú ekki að vera barnlaust í fjölda ára til þess að ættleiða barn og margir ættleiða börn þó að þeir eigi börn fyrir.

Ég lýsi stuðningi mínum og míns flokks við þetta mál og tel að hér sé verið að stíga skref í réttlætisátt og sanngirnisátt og kom eingöngu upp til að tjá þá afstöðu mína.