133. löggjafarþing — 46. fundur,  8. des. 2006.

veiting ríkisborgararéttar.

413. mál
[15:34]
Hlusta

Frsm. allshn. (Guðjón Ólafur Jónsson) (F):

Hæstv. forseti. Allsherjarnefnd Alþingis barst 21 umsókn um ríkisborgararétt á 133. löggjafarþingi en skv. 6. gr. laga um íslenskan ríkisborgararétt, nr. 100/1952, veitir Alþingi ríkisborgararétt með lögum.

Nefndin leggur til að að þessu sinni verði 13 einstaklingum veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Nöfn þeirra er að finna í 1. gr. frumvarpsins á þskj. 468 og ég tel í sjálfu sér ekki ástæðu til að lesa þau sérstaklega upp.