133. löggjafarþing — 46. fundur,  8. des. 2006.

loftferðir.

389. mál
[21:19]
Hlusta

Frsm. samgn. (Guðmundur Hallvarðsson) (S) (andsvar):

Frú forseti. Hér er fyrst og fremst um öryggisatriði að ræða. Ákveðin skylda hvílir á flugfélögum að taka við hreyfihömluðum eða fötluðum, en það getur hins vegar verið með þeim hætti að of margir verða í einni vél. Þetta er því hreint öryggisatriði. Til dæmis geta hreyfihamlaðir tafið för út um neyðarútganga og svo er það spurning um annað sem að öryggismálum snýr. Það fer líka eftir stærð flugvéla og fjölda farþega (Gripið fram í.) hvað hægt er að taka marga, en á því eru nokkrir annmarkar.