133. löggjafarþing — 46. fundur,  8. des. 2006.

almannatryggingar og málefni aldraðra.

330. mál
[22:50]
Hlusta

Frsm. minni hluta heilbr.- og trn. (Ásta R. Jóhannesdóttir) (Sf) (andsvar):

Forseti. Hv. þingmaður staðfestir að hækkanirnar í júlí voru vegna hækkana á vinnumarkaði. Það var rétt. Það getur vel verið að það hafi flýtt eitthvað vinnu nefndarinnar. Guð láti gott á vita ef það hefur verið. En hækkanirnar voru á borðinu.

Aftur á móti varðandi yfirlýsingar hv. þingmanns um að kjör lífeyrisþega hafi aukist meira en hjá öðrum, þá ætla ég bara að svara því með því að hv. þingmaður ætti að kynna sér rannsóknir, fyrirlestra og skýrslur Stefáns Ólafssonar um stöðu lífeyrisþega í samanburði við aðra hópa. Það leynir sér ekkert að sá hópur hefur orðið út undan. Það er bara svart á hvítu.