133. löggjafarþing — 47. fundur,  9. des. 2006.

almannatryggingar og málefni aldraðra.

330. mál
[10:08]
Hlusta

Þuríður Backman (Vg):

Hæstv. forseti. Við erum að greiða atkvæði um 2. mgr. og hún fjallar um þungamiðju í velferðartillögu okkar, þ.e. að losa aldraða og öryrkja úr viðjum tekjutengingar við tekjur maka og í öðru lagi að hækka frítekjumark sem ríkisstjórnin hefur nú sett upp í 25 þús. kr., þ.e. flýtt því um þrjú ár þegar þeir sáu að þeir voru að brenna allar brýr að baki sér. Við höldum okkur við það frítekjumark sem við lögðum fram í velferðartillögunni, 75 þús. kr. á mánuði, og um þetta erum við að greiða atkvæði.