133. löggjafarþing — 47. fundur,  9. des. 2006.

almannatryggingar og málefni aldraðra.

330. mál
[10:10]
Hlusta

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Við greiðum hér atkvæði um að draga mjög verulega úr tekjuskerðingum aldraðra og öryrkja. Þetta er tillaga hv. heilbrigðis- og trygginganefndar. Hér er gert ráð fyrir því að aldraðir og öryrkjar geti haft tekjur sem eru einungis skertar um 24% á næsta ári og 23% þaðan í frá. Þó eru fyrstu 25 þús. kr. á mánuði algjörlega fríar. Þær skerða ekki neitt. Þetta er meginbreytingin og þetta er afskaplega mikil réttarbót fyrir aldraða og öryrkja og fullkomlega í samræmi við og enn frekari útvíkkun á samkomulagi sem gert var við aldraða sem fulltrúar aldraðra fögnuðu mjög eftir undirskrift. En af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hefur sá fögnuður eitthvað dofnað.