133. löggjafarþing — 47. fundur,  9. des. 2006.

almannatryggingar og málefni aldraðra.

330. mál
[10:14]
Hlusta

Ásta R. Jóhannesdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Hér er lagt til að lífeyrisþegar sem taka út til dæmis séreignarsparnað sinn í einu lagi geti dreift honum á næstu tíu ár á eftir þannig að hann skerði ekki eins hastarlega á einu ári og hingað til hefur tíðkast. Reyndar voru nokkrir stjórnarliðar búnir að lofa því opinberlega að þetta mundi breytast í þá veru að séreignarsparnaður mundi alls ekki skerða bætur. Minni ég þar á hv. þm. Einar Odd Kristjánsson sem lýsti því yfir í Kastljósi. Hér er sem sagt verið að milda skerðingar vegna séreignarsparnaðarins hjá lífeyrisþegum, dreifa honum yfir á tíu ár. En hann skerðir engu að síður áfram bæturnar.

Við styðjum að þetta verði mildað og ég segi já.