133. löggjafarþing — 47. fundur,  9. des. 2006.

almannatryggingar og málefni aldraðra.

330. mál
[10:30]
Hlusta

Guðjón Ólafur Jónsson (F):

Hæstv. forseti. Það liggur fyrir að með afgreiðslu þessa frumvarps er lagt til að fjármunum úr Framkvæmdasjóði aldraðra verði ekki lengur varið til reksturs hjúkrunarrýma. (Gripið fram í.) Það liggur sömuleiðis fyrir, hæstv. forseti, að hæstv. heilbrigðisráðherra og ríkisstjórnin öll og ríkisstjórnarmeirihlutinn hér á Alþingi hefur kynnt mikla uppbyggingu sem fram undan er í uppbyggingu hjúkrunarrýma. Á næstu árum verða byggð 374 ný hjúkrunarrými og það er það sem skiptir máli, hæstv. forseti.