133. löggjafarþing — 47. fundur,  9. des. 2006.

skráning og mat fasteigna.

350. mál
[10:43]
Hlusta

Guðjón A. Kristjánsson (Fl):

Hæstv. forseti. Hér á að framlengja gjaldtöku að því er varðar Landskrá fasteigna, verkefni sem átti í raun og veru að vera löngu lokið. Búið er að verja í það sennilega hátt í, eða rúmlega 2 milljörðum kr. Það eru nokkrar slíkar skrár og svipuð vinnubrögð í gangi í kerfinu, verkefni sem tekið hafa miklu lengri tíma og kostað miklu meiri fjármuni en menn gerðu ráð fyrir í upphafi þegar lagt var af stað.

Ég tel að þetta mál eigi ekki að fá framgang í þinginu og leggst gegn því.