133. löggjafarþing — 47. fundur,  9. des. 2006.

breyting á lögum á orkusviði.

365. mál
[11:37]
Hlusta

Jóhann Ársælsson (Sf):

Hæstv. forseti. Aðalhugmyndin með þessu máli virtist í upphafi vera að leggja eignarhlut Orkubús Vestfjarða og Rariks inn til Landsvirkjunar. Nú hefur verið fallið frá þeim áformum og því ber að fagna alveg sérstaklega. Þau áform voru auðvitað fáránleg, að ætla að búa til þann risa á orkusviðinu sem þá hefði orðið til. Þess vegna getum við í Samfylkingunni stutt þetta frumvarp, hér er þá einungis verið að færa forræði til fjármálaráðherra yfir þessum fyrirtækjum, eins og við höfum lagt til áður, og gera eðlilegar breytingar á skattumhverfi hjá Rarik. Við segjum já við þessu máli. (Gripið fram í: Hvar er iðnaðarráðherrann sjálfur?)