133. löggjafarþing — 48. fundur,  9. des. 2006.

tekjuskattur og staðgreiðsla skatts á fjármagnstekjur.

276. mál
[12:51]
Hlusta

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Pétur H. Blöndal) (S) (andsvar):

Herra forseti. Enn misskilur hv. þingmaður mig. Ég átti við hvar frumkvæðið lægi. Hver kemur með hugmyndirnar? Ég átti ekki við það að ríkisvaldið, framkvæmdarvaldið, ætti að hafa hugmyndirnar. Ég tel að löggjafarsamkundan sem samkvæmt stjórnarskrá mótar ramma utan um þjóðfélagið eigi að hafa frumkvæðið. En hún hefur það ekki. Það eru einstakir starfsmenn hjá ASÍ sem hafa miklu meiri áhrif á þjóðfélagið á Íslandi en hv. þingmaður. (Gripið fram í: Hvers vegna er það?)