133. löggjafarþing — 48. fundur,  9. des. 2006.

tekjuskattur og staðgreiðsla skatts á fjármagnstekjur.

276. mál
[13:02]
Hlusta

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég ætla ekki að hafa stór orð um þennan málflutning hv. þm. Péturs H. Blöndals þótt fullt tilefni sé til þess að andæfa þessum makalausu og ósvífnu árásum á Alþýðusamband Íslands. Alþýðusamband Íslands og verkalýðshreyfingin öll hefur að sjálfsögðu áhuga á því að auka verðmætasköpun í þjóðfélaginu. Sú hugmynd er mjög sterk innan verkalýðshreyfingarinnar að jöfnuður í þjóðfélaginu og réttlát tekjuskipting skipti mjög miklu máli og ekki aðeins til þess að skapa hér réttlátara samfélag heldur kröftugra samfélag sem betur sé til þess fallið að auka verðmætin í þjóðfélaginu.

Ég mun koma nánar inn á aðra efnisþætti í málflutningi hv. þm. Péturs H. Blöndals í ræðu minni á eftir og víkja einnig að (Forseti hringir.) samskiptum við Alþýðusamband Íslands sem eru furðulegar staðhæfingar sem við höfum orðið hér vitni að.