133. löggjafarþing — 49. fundur,  9. des. 2006.

tekjuskattur og staðgreiðsla skatts á fjármagnstekjur.

276. mál
[17:52]
Hlusta

Jóhanna Sigurðardóttir (Sf):

Hæstv. forseti. Hér eru stjórnarflokkarnir að hola skattkerfið með þeim sérstaka hætti að taka upp heimgreiðslur fyrir þá sem ekki vilja nýta sér leikskólapláss eða þjónustu dagmæðra. Hér er um að ræða slæma stefnubreytingu í jafnréttismálum sem mun hvorki stuðla að því að bæta hag ungbarnafjölskyldna né stuðla að framþróun í jafnréttismálum.

Ég mun að sjálfsögðu flytja breytingartillögu við 3. umr. um að greiðslur til foreldra langveikra barna verði undanþegnar skatti enda er það mat fulltrúa ríkisskattstjóra að hér sé um eðlislíkar greiðslur að ræða. Ef þessi tillaga nær fram að ganga mun ég sem sagt flytja þessa breytingartillögu.