133. löggjafarþing — 49. fundur,  9. des. 2006.

tekjuskattur og staðgreiðsla skatts á fjármagnstekjur.

276. mál
[17:58]
Hlusta

Jóhanna Sigurðardóttir (Sf):

Hér er um að ræða breytingartillögu sem tengist breytingu á eignastuðli vaxtabóta sem samþykkt var á Alþingi fyrir skömmu. Þar var allt of skammt gengið til að bæta íbúðareigendum skerðinguna á vaxtabótum frá því í ágúst sl. sem leiddi af mikilli hækkun á fasteignamati. Þess vegna sit ég hjá við þessa tillögu.