133. löggjafarþing — 49. fundur,  9. des. 2006.

vörugjald, virðisaukaskattur og gjald af áfengi og tóbaki.

416. mál
[18:14]
Hlusta

Ögmundur Jónasson (Vg):

Hæstv. forseti. Þingmönnum Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs þykir vel koma til greina að lækka virðisaukaskatt á lyfjum. Þetta hefur þegar verið tekið til umræðu í efnahags- og viðskiptanefnd þingsins en það skortir enn á að fullnægt sé vönduðum vinnubrögðum til að málið sé til lykta leitt.

Ég held að umræða síðustu mánaða hafi leitt í ljós að hátt verðlag á lyfjum er fyrst og fremst til komið vegna fákeppni og mikillar álagningar þeirra sem annast sölu og dreifingu á lyfjum. Okkur finnst þetta koma til greina en þykir skorta á að um vönduð vinnubrögð sé að ræða.