133. löggjafarþing — 49. fundur,  9. des. 2006.

tryggingagjald.

420. mál
[18:32]
Hlusta

fjármálaráðherra (Árni M. Mathiesen) (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Eins og fram hefur komið þá er þetta gríðarlega mikilvægt mál fyrir lífeyrissjóðina til þess að styrkja þá í því að ráða við örorkubyrðina. Þegar þetta frumvarp verður að fullu komið í gildi þá mun það ná til allra lífeyrissjóðanna.

Það hefur hins vegar komið upp á síðustu dögum hvort hallað hafi á Söfnunarsjóð lífeyrisréttinda. Við viljum auðvitað ekki að það gerist og þess vegna verður það mál tekið til skoðunar án þess að ég geti lofað því nákvæmlega hver niðurstaðan í því máli verður. En það er ekki vilji okkar að halla máli gagnvart neinum og því munum við skoða það. Ég segi auðvitað já við þessu frumvarpi.