133. löggjafarþing — 51. fundur,  15. jan. 2007.

varamenn taka þingsæti.

[13:34]
Hlusta

Forseti (Sólveig Pétursdóttir):

Borist hefur svohljóðandi bréf um forföll þingmanns frá 10. þm. Norðaust., Þuríði Backman, dags. í dag:

„Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur leyfi ég mér, með vísan til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis, að óska þess að 1. varaþingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi, Hlynur Hallsson, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.“

Hlynur Hallsson hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðinn velkominn til starfa á ný.