133. löggjafarþing — 51. fundur,  15. jan. 2007.

gögn um samskipti menntamálaráðuneytis og ESA.

[14:15]
Hlusta

Forseti (Sólveig Pétursdóttir):

Forseti verður að biðja hv. þm. að kynna sér þingsköp sérstaklega. Það var að sjálfsögðu brugðist við óskum hans um að vera á mælendalista í umræðum um störf þingsins en þegar að honum kom var þeim tíma lokið (HlH: Ég var einn af þeim fyrstu …) sem samkvæmt þingsköpum var ætlaður í þessa umræðu. Síðan hófu hv. þingmenn að ræða um fundarstjórn forseta og að sjálfsögðu var nafn þingmanns tekið niður á mælendaskrá og hann komst upp til að ræða málið.

Forseti er því ekki tilbúinn til þess að sitja undir svona ásökun að ástæðulausu.