133. löggjafarþing — 51. fundur,  15. jan. 2007.

Ríkisútvarpið ohf.

56. mál
[22:50]
Hlusta

Forseti (Birgir Ármannsson):

Forseti vill af þessu tilefni taka ítrekað fram að þótt ætlunin sé að halda áfram þá er ekki ætlunin að funda hér fram undir morgun.

Varðandi óskir hv. þingmanns um að forseti skýri með nákvæmari hætti hvað átt er við, þá verður forseti á hverjum tíma að hafa ákveðið svigrúm í þeim efnum, ekki síst þegar um er að ræða umræður þar sem ræðutími einstakra þingmanna er ótakmarkaður og því ákveðnir óvissuþættir þegar innbyggðir í umræðuna.