133. löggjafarþing — 52. fundur,  16. jan. 2007.

Ríkisútvarpið ohf.

56. mál
[15:44]
Hlusta

Hlynur Hallsson (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Allir vita að það er svo auðvelt að taka þessa setningu út og fyrsta skref sem Sjálfstæðisflokkurinn tekur þegar hann fær einhverju um það ráðið verður að fella þetta út. Við vitum öll að fyrsta skrefið er svo auðvelt, það er að taka þetta út þannig að það verði mjög auðvelt og þá fær hv. þm. Pétur Blöndal þá ósk sína uppfyllta að Ríkisútvarpið verði selt.

Við vitum líka öll að þessi lög um opinber hlutafélög eru meingölluð. Það er ekki bara einn lögfræðingur og ekki tveir og ekki þrír, heldur bendir hópur lögfræðinga á að þessi lög hafi verið unnin í flýti og séu að mörgu leyti stórgölluð. Það er sorglegt að þurfa að sitja uppi með það að Ríkisútvarpið okkar eigi að falla undir einhver lög sem halda hvorki vatni né vindum.