133. löggjafarþing — 53. fundur,  17. jan. 2007.

svör við fyrirspurnum, þingstörfin fram undan o.fl.

[10:38]
Hlusta

Forseti (Birgir Ármannsson):

Forseti biður hv. þingmenn að virða þann ræðutíma sem gefinn er í þessari umræðu.

Forseti mótmælir einnig þeirri fullyrðingu sem kom fram í ræðu hv. þingmanns um að lög þingsins væru virt að vettugi. Það er rétt að þingmenn hafa rétt samkvæmt þingsköpum til að óska eftir umræðum utan dagskrár. Það er hins vegar forseti sem ákveður dagskrá fyrir hvern dag þannig að það er ekki um það að ræða að neinar reglur þingskapa hafi verið brotnar í þessu sambandi.

Varðandi það sem hv. þingmaður nefndi um utandagskrárumræðu um Byrgið er forseta kunnugt um að á morgun verður fundur Ríkisendurskoðunar með fjárlaganefnd og ég hygg að forseti þingsins hafi í hyggju að taka afstöðu til tímasetningar beiðnarinnar í ljósi þess fundar.