133. löggjafarþing — 53. fundur,  17. jan. 2007.

Ríkisútvarpið ohf.

56. mál
[12:50]
Hlusta

Össur Skarphéðinsson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Það er eins og hv. þm. Sigurður Kári Kristjánsson hafi ekki verið við þessa umræðu og ekkert hlustað á hana. (KÓ: Ertu í andsvari við hann?) Við höfum alltaf sagt að um málið þurfi að semja jafnvel þótt gert yrði sjálfseignarfélag úr stofnuninni.

En það er hárrétt hjá hv. þm. Kjartani Ólafssyni, að ég er ekki kominn í andsvar við hv. þm. Sigurð Kára Kristjánsson. Heldur langar mig að spyrja hv. þingmann Ögmund Jónasson um afstöðu hans til Evrópureglnanna sem við höfum aðeins rætt í þessari umræðu.

Er hann t.d. sammála því viðhorfi mínu að eins og sakir standa þá mundi samþykkt hlutafélags leiða til þess að líkur yrðu á að þrengt yrði að möguleikum Ríkisútvarpsins til að starfa áfram á auglýsingamarkaði?