133. löggjafarþing — 53. fundur,  17. jan. 2007.

Ríkisútvarpið ohf.

56. mál
[12:57]
Hlusta

Kjartan Ólafsson (S) (andsvar):

Frú forseti. Í framhaldi af þessu langar mig að spyrja hv. þingmann hvort hann telji að við núverandi ástand, núverandi lög sem RÚV starfar undir, geti komið til málsóknar. (Gripið fram í: Það er málsókn í gangi.)

Það hefur komið fram hjá Samkeppniseftirlitinu að það kunni að vera vankantar á því formi sem nú er og ég held að rétt að heyra það frá þingmanninum hvort ekki sé full ástæða til að breyta því sem nú er.